
Flýtivísar símtala
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum (2 til 9) velurðu Valmynd >
Tengiliðir > Hraðvals-númer, flettir að númeri og velur Velja. Sláðu inn símanúmer
eða veldu Leita og svo vistaðan tengil.
Kveikt er á hraðvali með því að velja Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar >
Hraðval > Virkt.
Hringt er með hraðvali með því að halda númeratakka inni í biðstöðu.
4. Textaritun
Textastillingar
Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða
með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkostir til að skipta á milli venjulegs
textainnsláttar, táknaður með
, og flýtiritunar, táknuð með
. Síminn styður ekki
flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með
, eða
. Skipt er á milli
há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað með
, með því
að halda inni # og velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi með því að
halda inni # takkanum.
Veldu Valkostir > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.
Venjulegur innsláttur texta
Ýttu endurtekið á takka, frá 2 til 9 þar til stafurinn birtist. Það hvaða tungumál er valið
hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn
birtist og slá svo inn stafinn.